Skilmálar SKATE ehf

SKATE ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Einnig er hægt að sækja pöntun í vöruhús okkar sem staðsett er á Flatarhrauni 14 milli 17:00-20:00 næsta virka dag eftir að pöntun hefur verið greidd. Skate ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá SKATE ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Vinsamlegast hafið samband við SKATE ehf með spurningar.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.

Lagaákvæði
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

 

Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 20. maí 2011.

Höfundaréttur
Allt efni á www.skate.is , texti, grafík, lógó og myndir eru í eigu Skate ehf.

Sjálfvirk upplýsingasöfnun
Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.

Hafa samband
Ef viðskiptavinir hafa einhverjar ábendingar, kvartanir eða vilja hafa samband við okkur að þá er hægt að senda okkur töluvpóst á netfangið skateinfo.is@gmail.com